Samskipti við stjórnvöld
Hér er að finna ýmislegt efni er snertir samskipti mín við stjórnvöld. Það hefur verið svo að þessi samskipti hafa ekki verið eðlileg og ég hef orðið fyrir því að sjávarútvegsráðuneyti og sjávarútvegsnefnd hafa í engu sinnt faglegum ábendingum mínum og nánast litið á það sem óþægilegt rövl. Undantekning eru samskipti mín við Umboðsmann alþingis, Samkeppnisstofnun og dómskerfið. Hér á eftir fara nokkur samskipti mín við þessa aðila.
- 1998
- Sendi bréf til Sjávarútvegsráðherra og Sjávarútvegsnefndar alþingis um niðurstöður mínar af greiningu á gögnum frá Færeyjum með viðvörun um að íslenski þorskstofninn sé á niðurleið þrátt fyrir bjartsýni stjórnvalda um að nú hafi uppbyggingin loksins tekist. Formaður sjávarútvegsnefndar var þá Steingrímur J. Sigfússon, en hann tók ekki skilaboð mín alvarlega og hefur aldrei síðan rætt við mig um fiskimál. Síðar kom í ljós að ég hafði rétt fyrir mér, stofninn féll og síðan hefur staða hans verið hörmuleg, af ástæðum sem ég kynnti fyrir Steingrími á sínum tíma. Ekki mikill áhugi hjá honum senm segir mér að hann sé hlyntur ríkjandi ástandi, hann er kvótasinni. Hér er erindi mitt og viðbrögð við því.
- 1998
- Kvartaði við umboðsmann Alþingis vegna seinagangs á svari frá Sjávarútvegsráðherra varðandi umsókn mína um rannsóknaleyfi. Í framhaldinu fór svo málið fyrir umboðsmann. Hér má finna úrskurð hans.