Desember 2005: Funda (her)ferð Hafró. Er Hafró komin í áróðursstríð og ímyndarfegrun?
Í byrjun nóvember 2005 hófst hjá Hafró ferill sem hefur ekki sést hjá þeirri stofnun fyrr. Kynnt var málþing sem að þeirra sögn var til að efla skoðanaskipti og umræðu um þorskrannsóknir undir titlinum " Nýliðun og framleiðslugeta þorskstofnsins". Þrátt fyrir að hafa skrifað talsvert um þessi mál og fært rök fyrir því að fullyrðingar Hafró og annara ICES- stofnana um nauðsyn stórs hrygningarstofns orki a.m.k. tvímælis, frétti ég ekki af þessu þingi fyrr en fáum dögum áður en það var haldið, frá kollega sem hafði samband og kvaðst hissa að sjá mig ekki meðal frummælenda... Meira
September 2005: Sandsílið sjófuglinn og fiskurinn.
Mikið hefur verið fjallað í fréttum undanfarið um lélega afkomu kríu og sjófugla hér við land og annars staðar. Varp hafi misfarist og er fæðuskorti kennt um. Ekki sé lengur að finna sandsíli, sem sé aðalfæða þessara fugla.. Ég skrifaði grein í Moggann 22. október
Sjá einnig pistil sem ég skrifaði fyrir 3 árum
Júní 2005. Rógur frá Hafró í Færeyjum. Fyrir nokkru bárust þær fréttir að Alþjóða hafrannsóknaráðið teldi að þorskstofninn við Færeyjar væri hruninn. Þetta var á sama tíma og hér var mikil umræða og gagnrýni á Hafró fyrir að hafa týnt þorski, en það vantaði 16% upp á að vísitala þorsks væri hin sama og í fyrra, - en þá var lofað uppbyggingu ef farið yrði að ráðum spunameistaranna á Hafró. Svo kom himnasendingin frá Færeyjum, sem leiddi athyglina að öðru: Þorskstofninn við Færeyjar hruninn, - eina ferðina enn!
Haft var viðtal við sérfræðing á færeysku Hafrannsóknastofnunni sem notaði tækifærið til að úthúða mér og kenna mér beinlínis um hrun þorsksins. Hann sagði að mínar kenningar, sem gengju út á að veiða mikið, væru líffræðilega rangar og hefðu leitt til þess að nú væri þorskur kominn í þrot við Færeyjar og þjóðin á leiðinni á hausinn. meira..
Mars 2005. Í Fiskifréttum 18. mars sl. birtist viðtal við Einar Hjörleifsson vegna fyrirlesturs sem hann hélt í málsstofu Hafró og nefndist "Af hrygningarstofnum og nýliðun" og fór m.a. yfir þessa þætti varðandi þorskstofninn við Færeyjar. Ég hef túlkað gögn frá Færeyjum þannið að öfugt samband væri á milli hrygningarstofns og nýliðunar, þegar hrygningarstofn þorsks væri stór væri nýliðun lítil og öfugt. Þetta hef ég notað í ráðleggingum mínum til færeyskra stjórnvalda við stjórn fiskveiða 4 ár í röð og þau hafa farið eftir mínum ráðum, sem hafa gengið þvert á ráðgjöf færeysku Hafró og ICES. Í fyrirlestri sínum segir Einar að slíkt samband sé ekki fyrir hendi og segir að ályktanir mínar séu rökleysa. Með þessu er hann að kasta rýrð á mína fagmennsku og gera mig ótrúverðugan. Meira
Janúar 2005. Lokanir í Breiðafirði. Eftir mælingar og tíðar skyndilokanir í framhaldi af því, var stóru svæði í Breiðafirði lokað með reglugerð í nóvember sl. Sjómenn töldu að sá smáfiskur sem valdur var að lokunni væri kominn af barnsaldri og orðinn kynþroska og því ekki þörf á að vernda hann sérstaklega. Fóru þeir fram á að hann yrði aldursgreindur til að skera úr um þetta. Ég tók að mér verkið og kynnti niðurstöður á fjölmennum fundi í Ólafsvík 26. janúar sl. Meira ---
Janúar 2005. BRIMFAXI, blað trillukarla, sem kom út í árslok 2004 birti eftir mig greinina sem ég hafði skrifað fyrir danska FISKERBLADET í sumar sem leið (2004), þótti við hæfi að hún kæmi einnig út hér. Þar er því lýst hvernig hin hefðbundna fiskveiðiráðgjöf hefur beðið skipbrot í orðsins fyllstu merkingu en það er orðin arðbær atvinnugrein í Danmörku að brjóta skip, til að þóknast hinni mislukkuðu ráðgjöf sem enginn endir virðist verða á. Meira