Horfiskur í Breiðafirði 2005

Eftir mælingar og tíðar skyndilokanir í framhaldi af því, var stóru svæði í Breiðafirði lokað með reglugerð í nóvember 2004. Sjómenn töldu að sá smáfiskur sem valdur var að lokunni væri kominn af barnsaldri og orðinn kynþroska og því ekki þörf á að vernda hann sérstaklega. Fóru þeir fram á að hann yrði aldursgreindur til að skera úr um þetta.

Hafró brást við beiðninni um aldursgreiningu og tók sýni úr 500 þorskum 15-18. nóvember 2004.

LS fékk sendar niðurstöður rannsóknarinnar 25. nóvember og þær ályktanir fylgdu að Hafró teldi ekki tilefni til þess að sinni að leggja til breytingu á reglugerðarlokun.

LS þótti gögnin frá Hafró rýr í roðinu og bað strax um frumgögn, þar sem unnt væri að sjá aldur og lengd einstaktra fiska. Þau gögn bárust loks 17. janúar 2005. LS mig um að gera sérstaka, sjálfstæða, rannsókn á aldri vexti, kynþroska og stærðardreifingu fisks sem landað var á norðanverðu Snæfellsnesi, varð ég við því og safnaði aldurssýnum úr fiski, sem landað var í Grundarfirði 12. janúar 2005.

Ég kynnti svo niðurstöðurnar í fundi í Ólafsvík 26. janúar. Mikið fjölmenni var á fundinum. Mættir voru fulltrúar Hafró, valið lið með forstjórann í broddi fylkingar, einnig tveir reglugerðarmenn frá fiskistofu.

Skemmst er frá að segjast að Hafrómenn brugðust við á hefðbundinn hátt, sættu sig ekki við niðurstöður, sögðu þær óvandaðar, framkvæmdar af kunnáttuleysi með röngum að ferðum af klaufa. Ég hafði búið mig undir þetta og varð að taka þá í gegn með því að sýna fram á að þeir hefðu í raun fengið sömu niðurstöður og ég, en hefðu beitt reiknileikfimi og orðhengilshætti til að leiða menn fram hjá sannleikanum og þar með gefið ráðherranum rangar upplýsingar um ástandið. Þessi aulaframkoma virðist seint ætla að hætta.

Rannsóknaskýrsluna með gagnrýni minni á túlkun þeirra Hafrómanna má finna hér

Ég setti saman kvikmynd um rannsóknir á þessum fiski. Þar má m.a. sjá að þorskurinn hafði verið að éta beitu af línunni.

Hér má smella til að fræðast meira um kynþroskastærð fiska.

----------------------------

Žorskur śr Grundarfirši

28/01/2005

Færið bendilinn yfir litlu myndirnar til að fá stærri mynd

P1120019   P1120022   P1120025   P1120018   P1200026-A   P1220035a   P1220036a   P1190016-a   P1190018a  
default

© JonKr
Valid HTML 4.01

Til baka