Snurvoðin var fundin upp í Danmörku skömmu eftir aldamótin 1900. Hún er aðallega notuð við rauðsprettuveiðar og var mikið notuð í Norðursjónum.
Nokkrar deilur hafa staðið um snurvoðina og vilja sumir meina að hún eyði öllu lífi.
Árni Friðriksson reit grein um veiðarfærið 1939 og er ekki úr vegi að birta skrif hans hér ef það mætti auka skilning manna og þekkingu.
Þá er í greininni talað almennt um áhrif veiðanna á fiskstofnana almennt, mjög svo áhugavert í ljósi stöðugra fullyrðinga um ofveiði.
Lítum fyrst á hvaða skoðun Árni Friðriksson hafði á áhrifum veiða:

Tilbaka á heimasíðu