Sérkennileg syrpa úr Mogga 20-22. febrúar 1998.

Mbl. 20/2/98 bls. 26.

Spáir algeru þorskhruni við N-Noreg

Norski fiskifræðingurinn Vidar Wespestad spáir algeru hruni í þorskveiðunum við Noreg innan skamms tíma. Kemur þetta fram í samtali við hann í Dagens næringsliv en hann kveðst hneykslaður á fiskveiðistjórninni í Noregi og segir, að kvótinn ætti að réttu lagi að vera helmingi minni en hann er í dag.

"Ég er ekki í neinum vafa um, að þorskstofninn við Norður-Noreg muni hrynja. Það er bara spurning um tíma. Ég óttast, að hrunið verði ekki minna en 1989 og það gæti endað með algeru banni við þorskveiðum. Um það eru dæmi annars staðar," sagði Wespestad en hann hefur starfað við hafrannsóknastofnunina í Seattle í Bandaríkjunum og ráðið miklu um kvótann í Alaskaufsanum. Segir hann, að í ufsaveiðinni vestra sé farið miklu varlegar í sakirnar enda sé veiðiálagið þar þrisvar sinnum minna en í þorskinum við Noreg.

Tvískinnungur stjórnmálamanna

Wespestad er nú í Noregi og hefur meðal annars setið fundi í norska hafrannsóknaráðinu. Segist hann hneykslaður á því hvernig norsk stjórnvöld umgangist upplýsingar um ástand þorskstofnsins enda muni það hefna sín. Segir hann, að tvískinnungur norskra stjórnmálamanna sé yfirgengilegur. Þeir undirriti alþjóðlega samninga um sjálfbæra þróun en hagi sér ekki í samræmi við það á heimavelli. Kveðst hann óttast viðbrögð umhverfisverndarsamtaka þegar þau átti sig á því , sem er að gerast.

Vidar Wespestad er ekki einn um þessa skoðun, heldur deilir hann henni með mörgum starfsbræðrum sínum norskum. Rannsóknir í Bandaríkjunum og Noregi benda líka til, að veiðiálagið 0,30 sé heppilegast fyrir alla, fiskstofninn, sjómenn og samfélagið, en hvað varðar þorskinn við Norður-Noreg er það helmingi meira.

Vill 20-30% minni kvóta

Forstjóri norsku hafrannsóknastofnunarinnar, Åsmund Björdal tekur undir það með Wespestad, að veiðiálagið sé of mikið en telur þó ekki hættu á algeru hruni. Að hans mati ætti þorskkvótinn að vera 20-30% minni en hann er nú.

Björdal segir að mælingaraðferðirnar séu ekki nógu áreiðanlegar og hann bendir á, að Norðmenn hafi ekki fengið aðgang að rannsóknaniðurstöðum Rússa. Þess vegna ríki mikil óvissa um stöðuna.

Afli/sókn

Afli og veiðiálag í Barentshafi 1990-1998. Aflinn 1999 varð 500 þúsuns tonn og kvóti ársins 2000 um 340 þúsund tonn

Mbl. 21/2 1998 bls. 22.

Veiðistofn Þorskstofnsins í Barentshafi hefur verið ofmetinn.

,,Fara þarf varlega í veiðar úr stofninum."

" Ég er sammála þeim mönnum, sem fara vilja varlega í þorskveiðar í Barentshafi til að vernda stofninn. Það er hins vegar ekkert að því að taka upp skynsamlega nýtingarstefnu í Barentshafi líkt og við höfum tileinkað okkur með góðum árangri í fiskveiðistjórnun okkar." sagði Sigfús A. Schopka, fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun, um spá norska fiskifræðingsins Vidar Wespestad að algert hrun blasti við í þorskveiðum við Norður-Noreg innan skamms tíma. Frá þessu var greint í Morgunblaðinu í gær. Endurskoðun Alþjóða- hafrannsóknaráðsins á stofnstærð Þorskstofnsins í Barentshafi í haust leiddi í ljós að stofninn var talsvert minni en áður var talið.

Að sögn Sigfúsar sem sat fund Alþjóða- hafrannsóknaráðsins sl. haust fyrir hönd Íslendinga, gaf endurskoðunin það til kynna að stofninn hefur verið ofmetinn. Í ljósi þess hafi ráðið lagt til að heildarafli allra þjóða, sem stunda veiðar í Barentshafi yrði takmarkaður við 514 þúsund tonn á árinu 1998 en þess má geta að veiðistofn er sá hluti sem er fjögurra ára og eldri. Veiðistofn Barentshafsþorsks er nú talinn vera rúm ein og hálf milljón tonna og ef veitt yrði í samræmi við ráðgjöf Alþjóða- hafrannsóknaráðsins, yrði veiddur um þriðjungur veiðistofnsins. Á Íslandi hefur sú regla gilt frá upphafi veiðiársins 1995/1996 að veiða árlega ekki nema 25% veiðistofnsins. Norðmenn og Rússar ákváðu að hundsa ráðgjöf ráðsins en ákváðu eigi að síður að minnka veiðarnar niður í um 700 þúsund tonn sem þýðir að veiddur er helmingur veiðistofns, sem að sögn Sigfúsar er langt umfram ráðgjöf Alþjóða- hafrannsóknaráðsins.

Óvissa í stofnmati.

Að sögn Sigfúsar hafa veiðar í Barentshafi engin áhrif á þorskstofninn við Ísland þar sem enginn samgangur er þar á milli. Barentshafsþorsksstofninn er einn stærsti og miklivægasti þorskstofninn sem til er. Rússar og Norðmenn veiða mest úr honum og eiga Íslendingar einnig hagsmuna að gæta vegna Smuguveiðanna, sem stundaðar hafa verið undanfarin ár. Nokkur óvissa ríkir um stofnstærð þorsks í Barentshafi þar sem Rússar leyfðu ekki norskum rannsókanaskipum ekki að fara í rússneska lögsögu á meðan á "rallinu" stóð í fyrra. "Þetta eykur óvissuna í stofnmatinu og ég er þeirrar skoðunar að í óvissu ætti frekar að draga úr veiðum en auka þær og láta þar með þorskinn njóta vafans í stofnmatinu. Rannsóknir sýna einnig að þorskurinn hefur sjálfur höggvið skarð í nýliðunina. Eftir sem áður bendir allt til þess að árgangarnir séu ennþá af meðalstærð. Hægt yrði því eftir sem áður að halda uppi einhverjum veiðum, en ekki þó í þeim mæli, sem bjartsýnustu menn höfðu vonast til. Nú er reiknað með að loðnustofninn sé í vexti og þá ætti að draga úr sjálfráninu," segir Sigfús.

Alþjóða- hafrannsóknaráðið reiknaði með í ráðgjöf sinni frá því í haust að þorskaflinn 1997 yrði samtals 870 þúsund tonn. Ljóst sé að veiðin hafi tekið of mikið úr stofninum miðað við endurnýjunargetu.

Spáði að stofninn myndi deyja úr hungri.

Jón Kristjánsson fiskifræðingur segir að þorskstofninn í Barentshafi hafi ekki farið minnkandi sökum ofveiði heldur vegna afleiðinga af rangri fiskveiðistjórnun. "Á þessu byggðist spá mín árið 1992 þegar ég sagði að stofninn myndi deyja úr hungri. Ef menn ætluðu að halda stefnunni til streitu, myndi stofninn hrynja eftir fimm til sex ár, sem nú er að koma á daginn."

"Erfitt er að þurfa að lesa svona, en því miður er þetta ríkjandi stefna heimsins í fiskveiðistjórnun," segir Jón Kristjánsson fiskifræðingur. "Þegar fiskstofnar minnka eða dregur úr afla kunna menn engar skýringar aðrar en ofveiði. Ráðgjöfin verður eftir því: að draga þurfi úr veiðum. Varðandi fullyrðingar Wespestads, um að norski þorskstofninn sé að hruni kominn vegna ofveiði, er nú einungis stigsmunur er á skoðunum hans og heimamanna sjálfra, báðir skýra hnignun stofnsins með ofveiði."

Yfirleitt er gert ráð fyrir því við stjórnun dýrastofna, hvort sem það er nú svína, kjúklingarækt eða sauðfjárbúskapur, að dýrin þurfi fóður. En þegar kemur að fiski er ekki gert ráð fyrir að hann þurfi að nærast, að sögn Jóns. "Það hefur komið fram að dregið hafi úr vaxtarhraða þorsks í Barentshafi og mikið sé um át þorsksins á sjálfum sér vegna almenns fæðuskorts. M.a. er loðnulaust á svæðinu. Ef menn halda að það sé til bóta að draga úr veiðum við slíkar aðstæður þá ættu þeir ekki að stumda fiskveiðiráðgjöf."

Stikkfrí fiskifræðingar

"Stofninn í Barentshafi féll úr hungri og sjálfáti seint á níunda áratugnum.

Eftir það var sú stefna tekin að veiða varlega. Stórir árgangar bættust í stofninn nokkur ár í röð. Þeir voru verndaðir gegn veiðum og menn eru nú að súpa seyðið af því. Fiskurinn er að horfalla en almenningi eru gefnar þær skýringar að um ofveiði sé að ræða. Með því eru fiskifræðingarnir að gefa í skyn að sjómönnum og stjórnmálamönnum sé um að kenna. en þeir sjálfir séu stikk frí."

Jón segist hafa af því áhyggjur að Wespestad skuli hafa hönd í bagga við að stjórna veiðum á Alaskaufsa. Fyrir 2-3 árum hafi verið staddur hér á landi fyrirlesari frá Ameríku, sem sagði frá því hvernig ufsastofninn hefði verið stækkaður með veiðum úr 1 milljón tonna í 8 milljónir tonna. Hann hafi gefið þá skýringu að aukið veiðiálag hefði bætt næringarástandið og dregið úr sjálfáti. Síðan hafi verið sett kvótakerfi á ufsann og dregið úr sókn, eins og kemur fram hjá Wespestad. Það gefi tilefni til að áætla að afli á Alaskaufsa muni seint komast upp í það sem hann var, áður en farið var að stjórna veiðunum, sagði Jón og bætti við að skólabörn furðuðu sig enn á því að landnámsmenn skyldu missa skepnunar vegna þess að þeir höfðu ekki vit á að heyja fyrir veturinn.

-----------------------------

Leiðari Morgunblaðsins 22. febrúar 1998

Þorskstofninn í Barentshafi

Í Morgunblaðinu í fyrradag birtist frétt þess efnis, að norskur fiskifræðingur, sem starfað hefur á vesturströnd Bandaríkjanna, hafi spáð algeru hruni þorskstofnsins við Norður-Noreg Jafnframt hefði hann gagnrýnt mjög afstöðu norskra stjórnvalda til upplýsinga, sem fyrir liggji um ástand stofnsins.

Í samtali við Morgunblaðið í gær segir Sigfús Schopka, fiskifræðingur af þessu tilefni:

,,Ég er sammála þeim mönnum, sem fara vilja varlega í þorskveiðar í Barentshafi til að vernda stofninn. Það er hins vegar ekkert að því að taka upp skynsamlega nýtingarstefnu í Barentshafi líkt og við höfum tileinkað okkur með góðum árangri í fiskveiðistjórnun okkar."

Jafnframt lýsir fiskifræðingurinn, að endurskoðun Alþjóða- hafrannsóknaráðsins á stofnstærð Þorskstofnsins í Barentshafi hafi gefið til kynna, að stofninn hafi verið ofmetinn og í ljósi þess hafi ráðið lagt til að heildarafli allra þjóða, sem stunda veiðar í Barentshafi yrði takmarkaður við 514 þúsund tonn á þessu ári. Norðmenn og Rússar hafi ákveðið að hundsa þessar ráðleggingar en ákveðið engu að síður að minnka veiðarnar niður í 700 þúsund tonn.

Það er nauðsynlegt fyrir okkur íslendinga að fylgjast vandlega með þessum fréttum úr Barentshafi. Slíkar upplýsingar hljóta óhjákvæmilega að hafa áhrif á afstöðu okkar til veiða í Smugunni. Þar er um alþjóðlegt hafsvæði að ræða og við höfum í krafti þess talið okkur heimilt að stunda veiðar þar. Ítrekaðar tilraunir til samninga við Norðmenn og Rússa hafa reynst árangurslausar. Smuguveiðarnar hafa hins vegar verið stundaðar á þeim árum, þegar talið hefur verið að þorskstofninn í Barentshafi væri gífurlega sterkur.

En nú er komið í ljós að hann er mun veikari en talið var og stjórnvöld í Noregi og þá væntanlega Rússlandi liggja undir gagnrýni fyrir að taka ekki tillit til ráðgjafar sérfræðinga getur hætta verið á ferðum fyrir okkur og álit okkar, sem fiskverndunarþjóðar.

Við megum undir engum kringumstæðum fá það orð á okkur, að við stundum veiðar á alþjóðlegu hafsvæði í Smugunni án þess að taka tillit til ástands þorskstofnsins á þessum slóðum. Rækjuveiðar okkar á Flæmska hattinum hafa ekki orðið okkur til álitsauka nema síður væri af þeim sökum, að við tókum ekki tillit til vísindalegra upplýsinga, sem lágu fyrir um ástand rækjustofnsins á þeim slóðum. (!)

Þorskstofninn í Barentshafi skiptir jafn miklu máli fyrir íbúa Norður-Noregs og þorskstofninn við Íslands strendur fyrir okkur íslendinga. Það yrði stórfelldur álitshnekkir fyrir okkur, ef við stunduðum veiðar í Smugunni án þess að taka nokkurt tillit til nýrra upplýsinga um stöðu þorskstofnsins. Að þessu máli þurfa bæði stjórnvöld og útgerðarmenn að huga.

--------------------------

Lengi getur versnað því svo kom í norska blaðinu Fiskaren, 25/2 1998:

Gir opp Smutthullet til sommeren?

- Jeg forventer ikke en stor islandsk innsats i Smutthullet til sommeren. Det islandske fisket blir sannsynligvis beskjedent. Hvis innsatsen skulle øke, måtte utsiktene for fiske bli betydelig bedre enn de er i dag''. Dette sier Kristjan Ragnarsson, formann for det islandske rederiforbundet ''Landssamband íslenskra útvegsmanna''. Islendingene ser ut til å ha tatt det dårlige fisket i fjor til etterretning. Da uteble torsken fra Smutthullet og sesongen ble en gedigen fiasko med skarve 5. 000 tonn som resultat. ­ Men dette betyr ikke at vår vilje til å fiske i Smutthullet er borte. Vi gir oss ikke. Torsken kan komme tilbake og da vil fisket bli gjenopptatt. Slik vil det bli så lenge Norge ikke vil akseptere våre beskjedne ønsker om fiskekvoter i Barentshavet, sier Ragnarsson.

Mulig kollaps bekymrer

Uttalelsene til den amerikanske fiskeribiologen Vidar Wespestad i avisen ''Dagens næringsliv'' i forrige uke om at torskebestanden i Barentshavet snart ville kollapse, har vakt oppsikt på Island. Nå ser det ut til at noen begynner å få kalde føtter. Islands største avis, ''Morgunbladid'', tok uttalelsene til Wespestad opp i sin leder på søndag. Lederskribenten mener at det er alvorlig nytt at opplysninger om at torskebestanden i Barentshavet er blitt overvurdert og at myndighetene i Norge har valgt å overse rådgivningen.

''Vårt rykte i fare''

Skribenten skriver blant annet at ''...det er ikke til å komme forbi at dette vil måtte influere vår holdning til fisket i Smutthullet. Det er et internasjonalt havområde og vi har i kraft av det ment at vi hadde hjemmel til å drive fiske der. Gjentatte forsøk på å nå en avtale med Norge og Russland angående fisket i Smutthullet har dessverre vært uten resultat. Smutthullfisket har derimot vært drevet i de år da en mente at torskebestanden i Barentshavet var meget sterk. Hvis det nå har vist seg at den er betydelig svakere en tidligere antatt og myndighetene i Norge og forhåpentligvis Russland kritiseres for å ikke å ta hensyn til rådgivningen fra spesialister, kan det være fare på ferde for oss og vår anseelse som en fiskevern-nasjon. Vi må under ingen omstendigheter få det rykte på oss at vi driver fiske i internasjonalt farvann i Smutthullet uten å ta hensyn til tilstanden til torskebestanden i dette området.

Vårt rekefiske på Flemish Cap har ikke økt vår anseelse, heller tvert imot, ­ av den grunn at vi ikke tok hensyn til vitenskapelig informasjon som forelå angående tilstanden til rekebestanden der. Torskebestanden i Barentshavet er like viktig for befolkningen i Nord Norge som torskebestanden ved Islands kyster er for oss islendinger. Det vil bli et stort nederlag for vårt ry hvis vi drev fiske i Smutthullet uten å ta noe hensyn til nye opplysninger om torskebestandens tilstand. Dette bør både myndigheter og redere tenke på, skiver avisen.

Ingen holdning tatt

Vår organisasjon har ingen ting til overs for skriveriene til lederskribenten i Morgunbladid. Dette tar vi ikke til etterretning. Personen som skriver dette er en krass motstander av vår organisasjon. Nyheter om at torskebestanden i Barentshavet er i en dårligere forfatning enn tidligere antatt har ikke vært diskutert blant oss og vi har dermed ikke tatt noen holdning til disse. Men jeg vil understreke at Smutthullfisket har til nå vært drevet helt på frivillig basis uten innblanding fra vår organisasjon som sådan. Det er helt og holdent selve rederiene som bestemmer om de sender sine fartøy til Smutthullet eller ikke, sier Kristjan Ragnarsson.

Det er ingen hemmelighet på Island at forholdet mellom Morgunbladid og rederne i landet er meget dårlig. Avisen har gang på gang argumentert på lederplass for at myndighetene burde legge en ressursavgift på rederne. Organisasjonen deres har protesterer heftig mot alle slike forslag.

Av Magnus Thor Hafsteinsson


Aftur á forsíðu