RÆKJA

Skrifað í nóvember 2008

Hér er að finna fróðleik um rækju, aðallega gamalt efni þar sem ég hef ekki fengist við rækjurannsóknir síðan 2002. Mikið hefur dofnað yfir rækjuveiðum, Við Ísland er veiðin orðin mjög lítil, má þar kenna um ágangi þorsks, en henn er friðhelg skepna. Þetta á við bæði djúp- og grunnslóð. Veiðar hafa verið skammtaðar til þess að "byggja upp " rækjustofnana en lítið gengur meðan afrán er miklu meira en veiðarnar voru nokkurn tíma.

Einnig var gripið til þess ráðs í Arnarfirði að fóðra þorsk með loðnu í þeirri von að henn léti rækjuna í friði. Bakkabræður hefðu verið stoltir af slíkri tilraun.

Á Flæmska hattinum hafa veiðar dregist mjög mikið saman vegna þess að veiðarnar eru ekki arðbærar. Nú, 2008, er þarna 4-5 skip frá Reyktal og er afli mjög góður.

- Heim -