-------- MÝVATN

2022 Fréttablaðið greinir frá því 15. júlí að Mývatn sé í mikilli lægð, mýlaust og algjör ungadauði og setur fram glænýja kenningu (ágiskun), að mýlirfurnar á botninum hefðu étið sig út á gaddinn og dáið úr hungri áður en þær gátu púpað sig og flogið.

Sama ástand var þar 2015 og skrifaði ég nokkur blogg af því tilefni sumarið eftir, spáði framhaldinu og nú er það að rætast. Það er hornsílið sem skrifar handritið, stjórnar leikritinu og leikur aðalhlutverkið í atburðarásinni og fær stundum aðstoð bleikjunnar. Nei, nei, það er ekki nefnt í fréttinni heldur soðin upp ný ágiskun og ekki er minnst á Kísiliðjuna eða skolpið, sem áður var kennt um allt saman. Hvort tveggja er horfið, Kísiliðjan fyrir 20 árum.

https://fiski.blog.is/blog/fiski/entry/2172438/

https://fiski.blog.is/blog/fiski/entry/2173316/

https://fiski.blog.is/blog/fiski/entry/2174755/

https://fiski.blog.is/blog/fiski/entry/2179479/

Árið 2015 var mjög mikill þörungablómi í Mývatni og í apríl 2016 upphófust miklar umræður um orsakir blómans. Deildi menn á en margir töldu að mengun af manna völdum væri orsökin. Nauðsynlegt væri að gera miklar umbætur á klóaki og draga þyrfti úr mengun frá landbúnaði.
Margir virðast halda að hér sé eitthvað nýtt á ferðinni, en svo er alls ekki eins og sjá má af Morgunblaðsviðtali frá 1998 þar sem forstöðumaður RAMÝ lýsir ástandi vatnsins á þeim tíma í viðtali við Morgunblaðið:

"Framvinda lífríkis Mývatns og Laxár undanfarin misseri líkist mjög þeirri sem varð árin 1988­ 1989 þegar átustofnum vatnsins, rykmýi og krabbadýrum, hrakaði snögglega með tilheyrandi veiðileysi og fækkun í andastofnum, en svipaðir atburðir gerðust árin 1970, 1975 og 1983. Á undanförnum árum hafði lífríkið annars verið í mikilli framför, átustofnar verið sterkir og öndum og silungi fjölgað. Þetta kemur fram í fréttabréfi Náttúrurannsóknastöðvarinnar."

Athyglisvert er að vísindamenn og aðrir virðast ekki hafa komist neitt nær skilningi eða lausn á vandamálinu á þeim 18 árum sem liðin eru. Ekki er að sjá að neitt tillit hafi verið tekið til tillagna alþjóðlega matshópsins frá 1999.
Ekkert er talað um vistfræðitengsl smáfisks (hornsíla) - svifkrabba (vatnaflóa) og þörunga, sem vísindasamfélög annars staðar telja að eigi hér hlut að máli. Starfsmenn RAMÝ og HÍ hafa alltaf neitað þeim kenningum, s.b.r. Kísilgúrnám og skýrsluna í Nature


Úr bókinni NÁTTÚRA MÝVATNS 2001

Hér eru tveir kaflar úr bókinni. Annan skrifaði ég, en þar er fjallað um sveiflurnar í lífríki Mývatns og varpað fram tilgátu um áhrif fiskanna á bláþörunga blómann og þar með sveiflurnar.

Hinn er eftir forstjóra Ramý og fjallar um hvernig lesa má sögu vatnsins úr borkjörnum. Þar má sjá að sveiflur hafa verið í vatninu í 200 ár og athyglisvert samband milli bláþörunga, kúluskíts og krabbaflóa, sem einnig mætti skýra með samspili þörunga fiska og krabbaflóa.

ELDRI SKRIF

1986 - Ég setti í fyrsta skipti fram tilgátu um hvernig skýra mætti sveiflurnar í Mývatni. Þetta var á rundvelli atburðarásar sem hófst árið 1980 og endaði með miklum þörungablóma og fiskleysi 1983 og 84.

2008 - Í mars kom út skýrsla í Nature þar sem sagt er að "Lítil röskun á umhverfinu getur valdið margfaldri sveiflu í vistkerfinu og þannig haft afdrifarík áhrif á lífsafkomu okkar."
Forstöðumaður RAMÝ og prófessor við HÍ störfuðu með höfundi skýrslunnar.
Ritstjóri þessarar heimasíðu ræðir nýju uppgötvunina og rekur einnig áður fram settar tilgátur um orsakir stofnsveiflanna. Slóðir eru á ítarlegar greinargerðir, skyldulesning þeim sem vilja kynna sér fleiri hliðar málsins.

2008 - Mýið komið aftur Í lok maí var frétt í Mogga þess efnis að allt væri svart af mýi í Mývatnssveit. Nema hvað?

2000 - Gróðurkönnun í Mývatni 2000 (PDF 112 kb). Á loftmyndum af Ytriflóa 1988 virtist sem gróður væri kominn á hluta dýpkuðu svæðanna. Þetta þótti athyglisvert vegna þess að jafnan hefur verið sagt að námuvinnslan skilji eftir sig djúp gróðursnauð svæði sem ,,óvíst sé hvenær eða hvort grói upp aftur". Til að kanna þetta var gerð gróðurkönnun á dýpkuðu svæðunum, svo og á væntanlegum námusvæðum í Ytriflóa. Niðurstaðan var að dældu svæðin væru gróin upp

1999 - Kísilgúrnám Hér er fjallað um umhverfismat í Mývatni í tengslum við kísilgúrnám. Fjallað er um aðdraganda fundar í Vísindafélagi Íslendinga þar sem prófessor við Háskóla Íslands sakaði mig um að bera á borð falsvísindi.

1999 - Mat á áhrifum kísilgúrvinnslu á fisk og fiskveiðar í Mývatni Skýrslan fjallar ítarlega um sveiflur í lífríkinu, þörunga, átu og fiska. Fjallað er um tilraunir til úrbóta á þörungaplágu og aðgerðir til úrbóta.

1999 - Skýrsla alþjóðlega matshópsins um áhrif kísilgúrvinnslu á vistkerfi Mývatns. (PDF 135 kb) Ríkisstjórn Íslands fékk þrjá erlenda prófessora, sérfræðinga í vatnalíffræði, til þess að vinna þetta verk árið 1999. Ástæðan var sú að svo virtist sem málið væri komið í strand, hvorki gekk né rak, hópar með og á móti virtust læstir fastir í eigin röksemdafærslu og ómóttækilegir fyrir rökum hvors annars.

VÍSINDAGREINAR UM LÍFFRÆÐILEGA STJÓRNUN (BIOMANIPULATION)

Mývatn er ekki eina vatnið í heiminum sem þjakað er af bláþörungablóma. Þau eru reynar algeng, oft nærri byggð menguð ( af næringarsöltum) og græn. Þau falla í þann flokk að kallast næringarauðug, eutrof á fagmáli. Einkennin eru mikið magn bláþörunga, lítið af botngróðri, mikið af fiski og lítið af krabbadýrum. Reynt hefur verið að laga þessi vötn með því að stöðva allt innstreymi næringarefna af manna völdum en það hefur reynst gagnslaust. Það var ekki fyrr en menn fóru að átta sig á því að mergð smáfiska hafði mikil áhrif á bláþörunga með því að éta upp svifkrabba, sem lifa á þörungum. Þeir fjölga sér því meira en eðlilegt er. Einnig virkar fiskurinn eins og áburðardæla; hann breytir fæðudýrunum umsvifalaust í næringarefni sem svo út með saurnum.

Hér eru slóðir til vísindagreina og handbóka sem fjalla um árangur þess að fjarlægja smáfisk úr vötnum í því skyni að minnka bláþörungamagnið.

Handbók FAO, matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna frá 2001. Einn höfunda er Arnfinn Langeland frá Noregi en hann var í alþjóðlega matshópnum sem kom að Mývatni.

Stjórnun fiskstofna í dönskum vötnum , með veiðum á dýrasvifsætum og með sleppingu ránfiska til að éta svifæturnar.

Aðgerðir í Lake Mendota í Bandaríkjunum. Ránfiski var sleppt í vatnið til þess að fækka smáfiski til að auka veiðar og gera vatnið tærara.

Sænsk úttekt á árangri Úttekt EviEM frá 2015 á árangri líffræðilegrar stjórnunar í 123 vötnum. Einn í teyminu var Lennart Persson, sem var í alþjóðlega matshópnum sem kom að Mývatni. Á síðunni eru slóðir á greinar og skýrslur um málefnið.


BLAÐASKRIF 2000−2007

Eftir útkomu skýrslu erlendu sérfræðinganna greindi menn nokkuð á um niðurstöður. Forstjóri Kísiliðjunnar, Gunnar Örn Gunnarsson, skrifaði þá nokkrar greinar í Morgunblaðið.

Enn er hausnum barið við steininn, 18. janúar 2000

Vísindin og Mývatn 30. sept 2000

Um umhverfisnefnd og Mývatn 19. des 2000

Mývatnsdraugurinn 29. júlí 2007. Gunnar Örn Gunnarsson gerir athugasemdir við frétt Morgunblaðsins um lífríki Mývatns: "Rak ég þá augun í Morgunblaðið frá 14. júní þar sem stóð á forsíðu, Lifnar yfir Mývatni."

Heim, aftur á forsíðu