Loðnan er laxaættar, það er á henni veiðiuggi og það er ýmislegt sameiginlegt með henni og öðrum laxfiskum, t.d. hefur hún sérstakt og fast göngumynstur svipað og laxinn. Hún hrygnir þó í sjó, ólíkt öðrum laxfiskum en þeirra egg lifa einungis í fersku vatni. Hér eru nokkrar greinar sem ég hef skrifað um loðnu, samband loðnu og þorsks, en þorskur lifir á loðnu og hefur áhrif á stofnstærð hennar.
Langvía og fleiri fuglar lifa á loðnu og oft er það þannig að þegar vart verður við horaðan fugl má oft rekja það til skorts á loðnu eða annarra síla, sandsílis t.d. Allt spilar þetta saman, horaður þorskur táknar ætisskort og þá kemur upp hin klassíska umræða, hvort ekki sé rétt að friða loðnu svo hann fái meira að éta. Líklega er betri lausn að veiða meiri þorsk svo hann gangi ekki eins nærri loðnunni.
Flestir sjá fyrir sér að sú loðna sem við veiðum hefði getað nýst þorskinum sem fæða og því betur verið látin í friði. En málið er ekki alveg svo einfalt.
Til þess að skilja þetta betur verðum við að þekkja lífsferil loðnu í stórum dráttum.
Hún hrygnir í febrúar-mars með allri suður ströndinni , vestur um til Breiðafjarðar og stundum enn norðar. Þó loðnan sé smá eru um 25−40 þúsund hrogn í hverri hrygni, miðað við 5-10 þús. í laxi t.d. Hún límir hrognin við botninn og þau klekjast á nokkrum vikum. Þau leita upp í sjó og lifa þar á svifi í 1−2 mánuði. Þau berast með straumi í kring um landið og lifa á grunnsævi fyrstu tvö sumrin. Þá ganga þau norður, burtu af landgrunninu, í ætisleit. Þá hverfa þau af matarborði þorsksins og það er ekki fyrr en þau koma til baka rúmu ári síðar og ganga til hrygningar að hann sér þau aftur, og þá aðeins við suður og austurströndina.
Þorskur lifir aðallega á 1 og 2 ára loðnu og stjórnar því hve margar komast í ætisgönguna norður í Dumbshaf. Það er því þorskurinn sem með áti sínu á ungloðnu skammtar hversu mikið gengur til hrygningar og þar með veiðistofninn. Sé mikið af þorski gengur hann nærri ungloðnunni og komandi loðnuvertíð verður léleg.
Það er því nokkuð til í þeirri fullyrðingu að með því að veiða meira af þorski getum við líka veitt meiri loðnu.
Gönguleiðir loðnunnar fyrir 2001. Hrygningarsvæðið er rautt, blátt er uppeldissvæði ungloðnu og grænt er uppeldissvæði fullorðnu loðnunnar. Grænar örvar sýna gönguleiðir loðnu í fæðuleit, bláar sýna hana á heimleiðinni. Bláu örvarnar breytast í rauðar þegar hún gengur austur með norðurströndinni (Skv. H.V. 2002).
Hér eru ýmis skrif um loðnu, fugl og fisk sem ég hef birt:
Loðnan og þorskurinn í Barentshafi
Ég heyri stöðugt að orsök þess að þorskstofninn stendur svona vel sé sú að Norðmenn hafi friðað loðnu og þorskurinn notið góðs af því. Þetta er gjarnan fullyrt af þeim sem telja að loðnuveiðar við Ísland séu af hinu vonda því betra sé að þorskurinn fái að njóta hennar. Til eru þeir sem vilja kenna loðnuveiðum um bágt ástand Íslenska þorskstofnsins.
Sannleikurinn er hins vegar sá að þegar loðna er ekki veidd í Barentshafi, þá er stofninn í núlli og ekkert til að veiða.
Hér má sjá stærð loðnustofnsins og loðnuaflann frá 1972. Myndin er á margan hátt mjög fróðleg. Loðnustofninn var stór, 7-9 milljón tonn, fram til 1981 og afli mjög mikill, 2-3 milljónir tonna. Eftir 1976 dregur mjög úr þorskafla. Þá voru erlend skip að fara úr landhelginni og virk stjórnun þorskveiða hófst. Í kjölfar samdráttar í veiðum af manna völdum minkar loðnustofninn og hrynur 1985-6. Freistandi er að álykta sem svo að minnkandi veiðiálag á þorsk hafi valdið auknu beitarálagi og hún hreinlega verið étin upp. Þorskurinn horféll í kjölfarið. Þá hefjast hörmungarárin þegar 70% langvíustofnsins féll úr hor og selurinn flykktist upp að norsku ströndinni í leit að æti.
Jakob forstjóri Hafró á þeim tíma sagði að "vistkerfið hefði farið úr skorðum" en kollega hans í Noregi hafði aðra skoðun:
Í dagblaðinu Bergens Tidende laugardaginn 6. janúar 1990 var haft eftir Odd Nakken, forstjóra norsku Hafró:
"Niðurstöður úr fjölstofna rannsóknum benda til þess að fæðuþörf hins mjög svo vaxandi þorskstofns hafi tvöfaldast frá 1984 til 1986."
"þetta kom mest niður á loðnunni. Loðnuát þorsksins þrefaldaðist frá 1984 til 1985 með þeim afleiðingum að loðnustofninn nær kláraðist. Jafnframt át þorskurinn stöðugt meiri síld, smáþorsk og ýsu. Árið 1985 og 1986 át þorskurinn um 500 þúsund tonn af síld, og trúlega er þetta meginskýringin á því að þessir tveir síldarárgangar eru horfnir."
"Þrátt fyrir að þorskurinn æti upp loðnu og síld og seinna bæði ýsu og þorsk, fékk hann samt ekki nóg æti. Frá 1986 hefur þorskurinn vaxið miklu hægar en hann gerði áður. Meðalþyngd 5 ára þorska var 1.8 kg veturinn 1986 en meðalþyngd 5 ára fiska árið 1988 var einungis 0.7 kg."
"Auk þessara náttúrulegu orsaka bættist við að miklu af smáfiski var kastað fyrir borð, sérstaklega 1986/7. Þó það sé smáræði samanborið við vaxtarrýrnunina og það sem étið var, má ekki alveg líta fram hjá því."
Odd Nakken sagði ennfremur að ekki hefði verið hægt að komast hjá hruninu í loðnustofninum þótt dregið hefði verið úr loðnuveiðunum, eða þeim næstum hætt, frá árinu 1983. En hrunið hefði etv. ekki orðið eins snöggt. Nú er loðnustofninn að rétta við aftur.
Þetta var 1990, en eins og menn vita rétti þorskurinn fljótlega við og eftir smá sveiflur er stofninn nú í mjög góðu standi. Eina leiðin til að halda honum góðum er að veiða allar stærðir af fiski - og veiða mikið. - Meira um Barentshaf-
20.2.2008 | 17:38
Beðið eftir loðnunni...
Oftast hefur loðnan látið standa á sér á vorvertíð nú seinni árin. Alltaf hefur hún þó dúkkað upp á endanum en í mis- miklu magni. Það er enginn leikur að stunda veiðar meðan skipin mega ekki hreyfa sig fyrr en Hafró hefur "tekist" að mæla stofninn. Þá má fyrst fara af stað. Og aðeins ef þeir hafa "mælt" 400 þús. tonn og þá má einungis veiða það sem er umfram það magn, skv. tölum snillinganna. Var það ekki líka hinn sami Þorsteinn Sigurðsson sviðsstjóri sem kom heim úr leiðangri í hitteðfyrra og sagði að karfastofninn væri hruninn....þeir hefðu ekkert fundið.
Hvaðan kemur loðnan?
Loðnan hrygnir við S- og V- ströndina að vori og seiðin dreifast með straumi kring um land. Ungloðan heldur sig á grunnslóð, landgrunninu, fyrstu tvö sumrin, gengur þá norður í höf og kemur aftur til hrygningar eftir rúmt ár. Það er sú loðna sem nú er veidd, veiðar á ókynþroska ungloðnu heyra nú orðið sögunni til.
Loðnan er mikilvægust þorskinum sem fæða á meðan hún er að alast upp á grunnslóðinni. Stóra hrygningarloðnan, sú sem ber uppi loðnuaflann, nýtist þorskinum hins vegar aðeins þann vetur sem hún gengur til hrygningar og þá aðeins þar sem hún gengur um. Oft étur þorskurinn yfir sig og því hlýtur hún að nýtast fremur illa til vaxtar auk þess sem þetta gerist á kaldasta tíma ársins.
Hver stjórnar loðnunni?
Því er gjarnan haldið fram að þorskur sé horaður vegna þess að það vanti loðnu - Er það ekki fremur svo að hlutfallslega stór þorskstofn sé horaður vegna þess að hann hafi gengið of nærri fæðu sinni, loðnunni, og minnkað þannig stofninn?
Sú staðreynd að þorskurinn nærist á uppvaxandi loðnu gerir það að verkum að það er í raun hann sem stjórnar því með áti sínu hve mikið af loðnu gengur norður í höf til að fita sig og koma síðan aftur til hrygningar við S-land.
Svartfugl lifir líka á loðnu og sandsíli og horaður svartfugl er merki um vöntun þessara tegunda. - Á sama svæði er horaður þorskur! Hver er sökudólgurinn?
Þorskveiðar fyrir N-landi hafa verið í lágmarki í tvo áratugi. Í kvótakerfi með takmörkuðum þorskafla geta menn ekki stundað veiðar á svæðum sem gefa nær eingöngu þorsk. Þorskkvótinn er notaður sem aðgangur að öðrum tegundum og er nú orðinn nánast sem meðafli. Þess vegna hefur þorskurinn óáreittur fengið að éta upp rækjuna, loðnuna og sandsílið e.t.v. líka, en ekki nýst okkur vegna þess hve staðbundinn hann er á uppeldistímanum.
Nú sem aldrei fyrr þarf að ræða vistfræði, samhengið í náttúrunni, og hætta að einblína á ofveiði. Hvernig væri að gefa þorskveiðar frjálsar um tíma á stórum svæðum fyrir N-landi og sjá hvað gerist?
Ég stakk upp á þessu við ráðherra 2001 en því var ekki gefinn gaumur, ekki einu sinni tekið til umræðu.
? | Leggja til loðnuveiðistöðvun |
Nú syndir loðnan sem óðast framhjá okkur, gengur til hrygningar til þess að drepast svo á eftir. Snemma á níunda áratug síðustu aldar datt einum snillingi Hafró í hug að nauðsynlegt væri að hafa hrygningarstofninn 400 þús. tonn og hefur það ekki verið endurskoðað síðan. Þess vegna þarf að "mæla" þessi 400 þús tonn, áður en hægt er að fara að veiða.
Undanfarin ár hefur gengið illa að "telja" loðnuna en alltaf hefur gengið meiri loðna á miðin en "mælst" hafði þegar veiðar loks hófust. Leyfilegur afli hefur því ekki náðst mörg undanfarin ár. Núna hafa ekki enn mælst 400 þús tonn, þannig að segja má að 400 þús. tonnin sem hryngdu fyrir 3 árum eru að skila neikvæðum vöxtum!
Enn fá snillingarnir að leika sér. Skipin eru bundin en Hafró siglir um á einu skipi og fyrir framan tækið situr einhver sem telur og telur loðnu. - En ekki hafa enn fundist nógu margar. Vonandi voru mælarnir stilltir áður en þeir byrjuðu.
Ég lék mér með ýmsar spekúlasjónir í tilefni þess hvort leyfa eigi veiði eða ekki, umfram þau 400,000 tonn sem "bent hefur verið á" að nauðsynleg sé til viðhalds stofninum:
Ef hrognin í "nauðsynlegum" hrygningarstofni væru lögð hlið við hlið til þess að mynda perlufesti næðu þau utan um jörðina 3,889 sinnum.
Í 400,000 tonna hrygningarstofni eru 259,259,259,310,000 hrogn og ef hvert hrogn er 0,6 mm í þvermál yrði hrognakeðjan 155,555,556 km. Ummál jarðar er 40,000 km og svo geta menn reiknað. Ef lirfurnar dreifðust á alla fiskveiðilögsöguna væru 103 stk. á hvern fermetra. - Af þessu má sjá að varhugavert getur verið að minnka hrygningarstofninn.
Þegar horaður fugl sést drepast deyr hann úr hungri en þegar horaður fiskur sést ekki drepast þá deyr hann vegna ofveiði og bátar eru brenndir til að stöðva ósómann.
Fyrir nokkrum dögum var skýrt frá því í Fréttablaðinu að mikil afföll hefðu orðið á lundapysjum (ungum) í hreiðrum í sumar. Pysjur sem enn væri lifandi væru horaðar og illa á sig komnar svo líklega ættu þær ekki framtíðina fyrir sér. Fram kom að um 80% afföll hefðu verið á pysjum í hreiðrum í sumar.
Þetta er nokkuð merkileg ályktun hjá náttúrufræðingum í Eyjum og virðast þeir lítið hafa lært af kollegum sínum, fiskifræðingum Hafró. Þó virtist að fyrr í sumar hefðu þeir tekið nokkuð mark á þeim því þegar fullorðinn fugl átti í mesta basli við að ná sér í matinn og fóðra unga sína gripu þeir til þess ráðs að leggja til friðun "hrygningarstofnsins". Veiðimenn í Eyjum voru ekki sammála og veiddu sér til matar en fóru að sögn varlegar í sakirnar en áður.
Menn eru sammála um að pysjurnar hafi dáið úr hor, - ekki verið veiddar. Hér er fuglinn greinilega að minnka stofninn og aðlaga hann að nýjum aðstæðum, fæðuskorti.
Er ekki einkennilegt að þegar sömu horeinkenni sjást hjá fiski, þá er hann friðaður til að koma í veg fyrir ofveiði. - Mæld afföll eru sögð vera vegna ofveiði! - Þarf ekki einhver að fara að læra eitthvað hjá einhverjum?
Oftast hefur loðnan látið standa á sér á vorvertíð nú seinni árin. Alltaf hefur hún þó dúkkað upp á endanum en í mis- miklu magni. Það er enginn leikur að stunda veiðar meðan skipin mega ekki hreyfa sig fyrr en Hafró hefur "tekist" að mæla stofninn. Þá má fyrst fara af stað. Og aðeins ef þeir hafa "mælt" 400 þús. tonn og þá má einungis veiða það sem er umfram það magn, skv. tölum snillinganna. Var það ekki líka hinn sami Þorsteinn Sigurðsson sviðsstjóri sem kom heim úr leiðangri í hitteðfyrra og sagði að karfastofninn væri hruninn....þeir hefðu ekkert fundið.
Loðnan hrygnir við S- og V- ströndina að vori og seiðin dreifast með straumi kring um land. Ungloðan heldur sig á grunnslóð, landgrunninu, fyrstu tvö sumrin, gengur þá norður í höf og kemur aftur til hrygningar eftir rúmt ár. Það er sú loðna sem nú er veidd, veiðar á ókynþroska ungloðnu heyra nú orðið sögunni til.
Loðnan er mikilvægust þorskinum sem fæða á meðan hún er að alast upp á grunnslóðinni. Stóra hrygningarloðnan, sú sem ber uppi loðnuaflann, nýtist þorskinum hins vegar aðeins þann vetur sem hún gengur til hrygningar og þá aðeins þar sem hún gengur um. Oft étur þorskurinn yfir sig og því hlýtur hún að nýtast fremur illa til vaxtar auk þess sem þetta gerist á kaldasta tíma ársins.
Því er gjarnan haldið fram að þorskur sé horaður vegna þess að það vanti loðnu - Er það ekki fremur svo að hlutfallslega stór þorskstofn sé horaður vegna þess að hann hafi gengið of nærri fæðu sinni, loðnunni, og minnkað þannig stofninn?
Sú staðreynd að þorskurinn nærist á uppvaxandi loðnu gerir það að verkum að það er í raun hann sem stjórnar því með áti sínu hve mikið af loðnu gengur norður í höf til að fita sig og koma síðan aftur til hrygningar við S-land.
Svartfugl lifir líka á loðnu og sandsíli og horaður svartfugl er merki um vöntun þessara tegunda. - Á sama svæði er horaður þorskur! Hver er sökudólgurinn?
Þorskveiðar fyrir N-landi hafa verið í lágmarki í tvo áratugi. Í kvótakerfi með takmörkuðum þorskafla geta menn ekki stundað veiðar á svæðum sem gefa nær eingöngu þorsk. Þorskkvótinn er notaður sem aðgangur að öðrum tegundum og er nú orðinn nánast sem meðafli. Þess vegna hefur þorskurinn óáreittur fengið að éta upp rækjuna, loðnuna og sandsílið e.t.v. líka, en ekki nýst okkur vegna þess hve staðbundinn hann er á uppeldistímanum.
Nú sem aldrei fyrr þarf að ræða vistfræði, samhengið í náttúrunni, og hætta að einblína á ofveiði. Hvernig væri að gefa þorskveiðar frjálsar um tíma á stórum svæðum fyrir N-landi og sjá hvað gerist?
Ég stakk upp á þessu við ráðherra 2001 en því var ekki gefinn gaumur, ekki einu sinni tekið til umræðu.
Sífellt er talað um að friða þurfi loðnu til þess að þorskurinn fái meira að éta, en hann er nú með horaðasta móti, þyngd eftir aldri í sögulegu lágmarki að sögn Hafró. Þetta tal, um að friða loðnu í þágu þorsksins, byggist á vanþekkingu og skorti á rökrænni hugsun.
1000 kg óveidd loðna x 0.6 (nýting) x 1/10 (fóðurstuðull) x 0.25 (aflaregla) x 0.8 ( slægður fiskur) = 12 kg seljanlegur þorskur.
Hlutfallið loðna/ þorskur, miðað við þessar forsendur, er um 100, því þarf þorskur að vera 100 sinnum verðmætari en loðna til að aðgerðin beri sig. Víðs fjarri er að svo sé.
Þegar ég var að mæla með því að silungsvötn, sem voru full af smáum og horuðum fiski væru grisjuð, til að auka þrif og vöxt fiskanna, fékk ég gjarnan þá spurningu hvort ekki væri vænlegra að gefa fiskunum meira að éta með aðkeyptu fóðri í stað þess að veiða og fækka þeim. Svarið við þeirri spurningu var að það yrði aðeins til þess að FLEIRI yrðu svangir. Enda verið marg- sýnt fram á það með tilraunum að slík aðferð gengi ekki. Eina ráðið væri að auka veiðar á smáum fiski. Auk þess hefði verið sýnt með tilraunum að miklu meiri afli fengist úr vatni ef veiðunum væri stýrt í smáfisk fremur en stóran fisk.
Við nánari skoðun er þetta rökrétt: Stærstu fiskarnir í hverjum stofni eru mjög fáir og með því að veiða aðeins þá fæst nær enginn afli miðað við stofnstærð. Þegar slíkri nýtingu var beitt gerðist einnig annað sem menn áttu ekki von á: Fiskur í viðkomandi vatni fór almennt smækkandi svo stöðugt þurfti að minnka möskvann til að fá eitthvað. Jafnframt fór nýliðun vaxandi og smáfiski fjölgaði. Þetta endaði svo með því að vatnið varð fullt af horuðum tittum.
Þróunin varð alltaf sú sama í öllum vötnum; ef markvisst var sótt í stóran fisk jókst nýliðun sem leiddi til offjölgunar, vatnið fylltist af smáum horuðum fiski en stofninn minnkaði í þyngd, vegna þess að þessir allt of mörgu munnar gengu of nærri fæðudýrunum. Fæðuframleiðslan minnkaði því fæðudýrin voru ofbeitt.
Fyrst var ofveiði kennt um; afli hafði jú sífellt farið minnkandi, síðar komust menn að því sanna við að leggja smáriðin net, stofninn hafði ekki verið veiddur um of í venjulegum skilningi heldur hafði rangt sóknarmynstur, að stýra sókn í stærsta fiskinn, leitt til smáfisks og hungurástands.
Það sýndi sig að hægt var að laga þetta með því að grisja smáfiskinn. Þá var unnt, ef hægt var að veiða nógu mikið, að snúa þróunninni við.
Eitt sinn héldu menn að erfðafræðinni væri um að kenna, fiskurinn væri orðinn úrkynjaður, en það reyndist ekki rétt því vöxtur lagaðist þegar veiðimynstri og veiðiálagi var breytt. Ættu menn að leggja niður slíkt tal um þorsk á Íslandsmiðum.
Mikið hefur verið fjallað í fréttum undanfarið um lélega afkomu kríu og sjófugla hér við land og annars staðar. Varp hafi misfarist og er fæðuskorti kennt um. Ekki sé lengur að finna sandsíli, sem sé aðalfæða þessara fugla.
Ekki er nóg með að varp hafi misfarist heldur eru lundapysjur óvenju rýrar og vanburða og fullorðnir fuglar horaðir. Svipaðar fréttir hafa borist frá Noregi, sjófuglar á Vesturströndinni drepast úr hor, og ástandið virðist hið sama í löndunum í kring um Norðursjó. Sandsílaveiðar hafa verið bannaðar við Norðursjó en þar hefur verið lægð í sandsílastofninum óvenju lengi, eða ein 3 ár. Veiðunum hefur verið kennt um, eins og alltaf þegar eitthvað fer úrskeiðis.
Norskur sérfræðingur sem rætt var við kenndi um ofveiði á sandsíli og kolmunna. Athyglisvert, því fuglar lifa ekki á kolmunna. Hér heima leggja menn til að loðnuveiðar verði bannaðar, en ekki hjálpar það sandsílinu.
Í viðtali við Morgunblaðið 25. september sagði sérfræðingur á Hafró "að það hefði enginn skoðað þetta ástand og á meðan væri aðeins um getgátur að ræða."
Ekki mikils að vænta af þeim bæ.
Íslenskir fiskimenn hafa meiri skilning á þessu máli en Hafsteinn Guðmundsson í Flatey sagði árið 2004 í viðtali við Brimfaxa, tímarit Landssambands smábátaeigenda, um fiskinn í Breiðafirði :
,,Hér áður fyrr þóttu mikil höpp þegar fiskigöngur komu inn í fjörðinn. Nú má segja að það sé næst því versta sem getur komið fyrir. Hér er fjörðurinn fullur upp að öllum nesjum. ... það er nánast það versta sem komið getur fyrir því þorskurinn er búinn að klára allt æti. Sandsíli hefur ekki komið frá botninum upp í yfirborðið siðastliðin sex ár, þar sem það myndaði torfur sem fuglinn sótti í."
Meðalþyngd þorsks eftir aldri við Ísland er sú slakasta sem mælst hefur, en það er órækt merki um hungur og fæðuskort. Talið er að sjaldan hafi verið meiri ýsa við landið og útbreiðslan víðari en þekkst hefur. Algengt er að Þó þorskur á ákveðnu svæði sé horaður þá getur ýsa á sama svæði verið í ágætum holdum. Ástæðan er sú að þegar þorskur og ýsa hafa í sameiningu klárað fæðuna ofan við botninn þá getur ýsan sótt fæðu, skeljar og sandsíli, t.d., niður í botninn. Þetta sést m.a. á því að oftast er magainnihald ýsu svart af drullu.
Við Færeyjar sveiflast þorskveiðar mjög mikið og hratt, væntanlega vegna samsvarandi sveiflna í stofnstærð þorsks. Sjófuglar sveiflast í sama takti og þorskaflinn, þegar aflinn er lítill er afkoma fuglanna slæm og öfugt.
Sveiflur í stofnstærð þorsks má skýra með því að þorskurinn sé leikstjórnandinn, þegar honum fjölgar gengur hann nærri fæðu sinni, m.a. sandsíli, fugli fækkar og þorskurinn sjálfur fer að horast. Hann fer að éta bræður sína, eða deyr úr hungri. Stofninn minnkar hratt og sandsílið fær frið. Fuglinn fer aftur að fá æti og varp og viðkoma eykst. Samtímis verður til meira æti handa þorski, nýliðun eykst og honum fer aftur að fjölga og atburðarrásin endurtekur sig. þetta eru ekki flókin fræði ef menn á annað borð vilja skilja þau.
Ég fór í rannsóknaleiðangur á snurvoðarbáti í Norðursjó vorið 2003. Þá var í Norðursjó krökkt af ýsu af metárganginum frá 1999 og þó hún væri 4 ára gömul var hún aðeins um 30 cm að stærð, horuð og kynþroska. Jafn stór þorskur var horaður, afétinn af ýsunni. Þá var sandsíli mjög farið að minnka og sílaveiðum kennt um. Þessi ýsa úr 99- árganginum er enn ríkjandi í Norðursjó, orðin 38 cm að meðaltali, aðrir árgangar ýsu hafa ekki fengið að komast á legg, þorskurinn lélegur og sandsílið ku horfið. Enn er sandsílaveiðum kennt um.
(Viðbót árið 2009: Stóri ýsuárgangurinn frá 1999 entist til 2008, þá var hann að mestu upp urinn, þorskur fór að braggast og sandsílið kom aftur í miklu magni!)
Miklar takmarkanir eru á ýsuveiðum, vegna meintrar ofveiði og breski flotinn er nánast orðinn ónýtur, skipum sem stunda veiðar á botnfiski hefur fækkað um 70% á 4 árum. Skipin voru rifin í Danmörku og er það reyndar eina 'iðngreinin' tengd fiskveiðum, sem blómstrar þar í landi. Engum dettur í hug að tengja sandsílaskortinn við át ýsunnar, þótt ýsan sé sérfræðingur í sandsílaáti, étur hrognin og tekur sílið meðan það er niðri í sandinum fyrstu vikurnar eftir klak.
Þó horfellir hafi orðið hjá svartfugli fyrir norðan land snemma árs 2002 ( sjá neðar) hefur Hafró enn ekki hafið rannsóknir sem skýrt gætu málið, t.d. á fæðutengslum fugla og fiska.
Eðlilegasta lausnin á þessum sandsílaskorti og fugladauða er að mínu mati sú að stórauka þorsk og ýsuveiðar, nokkuð sem myndi gefa af sér miklar tekjur.
Ólíklegt er að Hafró fallist á slíka lausn, enda punga þeir út 70 milljónum króna í matvælaaðstoð - til að kaupa loðnu handa hungruðum þorski í Arnarfirði.
(Fyrir þá sem ekki þekkja til, þá er hér átt við að s.l. sumar, 2005, voru settar um 70 milljónir króna í verkefni sem fólst í að gefa þorski í Arnarfirði loðnu til að éta, í þeirri von að hann léti af þeim ósið að éta rækju.)
Um miðjan janúar fór dauðan svartfugl, aðallega langvíu og stuttnefju, að reka á fjörur NA-lands. Eðlilega sperra menn eyrun þegar svona fréttir berast. Fugladauði vegna hungurs þýðir að ekkert sé fyrir hann að éta á slóðinni. Ef ekkert er að éta fyrir fugl er sennilega lítið að éta fyrir fisk. Þessi fugl lifir aðallega á ungloðnu sem einnig er kjörfæða þorsks. Loðnan heldur sig uppi í sjó, þar sem hún nærist á svifdýrum (rauðátu). Má því leiða líkur að því að þorskurinn á þessu svæði hafi lítið að éta. Sú eðlilega spurning vaknar hvernig á því standi að loðnan og önnur síli séu ekki þar sem þau eiga að vera. Fyrið því geta verið margar ástæður og skulu hér tvær nefndar:
Fari á versta veg gæti fugladauðinn verið fyrirboði lélegrar loðnuvertíðar 2002-2003 og enn frekari minnkunar þorskstofnsins. Ekki brást Hafró neitt sérstaklega við þessum tíðindum. Spunnu upp með eindæmum langsóttar skýringar um samspil íss og fæðu, ísrek í austur og vestur sem ruglaði fuglinn svo að hann missti af matnum.... -- Einhvern tíma hefði þetta þótt ástæða til að senda rannsóknaskip á staðinn, en - það er bundið við bryggju.