Kanada

Var það ofveiði sem drap þorskinn?

Enn er því staðfastlega haldið fram að þorskstofninn við Nýfundnaland hafi verið veiddur upp á árunum 1980-1990. Einnig er fullyrt að hann hafi ekki náð sér enn eftir 20 ára friðun. Sú fullyrðing segir óbeint að það hafi verið gengið svo nærri honum að hann væri þess ekki megnugur að rétta við, honum hefði sem sagt verið útrýmt.

Þrátt fyrir að lögð hafi verið fram gögn sem sanna að hann hafi fallið úr hungri er ofveiðinni enn kennt um, þó svo að flotinn, sem hafði verið þarna að veiðum áratugum saman, útlendingarnir, hafi verið reknir úr landhelginni 1976.

Þó lögð séu fram gögn, frásagnir sjómanna og ljósmyndir, er enn fullyrt að þarna sé fisklaust. Að mínu mati er þetta til að halda lífinu í ofveiðinni sem stjórntæki, skapa ótta til að skapa skortstöðu og viðhalda kvótakerfum.

Ég setti saman glærusýningu með gögnum sem sýna að ekki hafi verið um ofveiði að ræða og að þorskurinnn hafi komið sterklega til baka fyrir a.m.k. 5 árum síðan.

1994. Meðan þorskhrunið var að eiga sér stað voru umræður um málið og því haldið mjög á lofti að um ofveiði hefði verið að ræða. Ég skrifaði smá grein um þetta 1994 þar sem ég benti á að þessi "ofveiddi" fiskur hefði hvergi komið fram.

Þá skrifaði ég einnig grein í sjómannablaðið Víking þetta sama ár, 2004, en hún fjallar nánar um stjórn fiskveiða við Kanada. Umræðan um ofveiði við Nýfundnaland var hafin á ný í tengslum við bágt ástand fiskstofna í Norðursjó. Hafrómenningar sögðu í Moggagrein (28. des 2002) að kanadiskir fiskifræðingar væru sammála um að ofveiði hefði grandað þorskinum. - Þar höfum við það.

----------------

Myndin hér ofar á síðunni er tekin um borð í "Ontica" á Flæmska hattinum í mars 2006. Trollpokinn hafði snúist svo skiljan varð óvirk. - Þá kom þetta upp, stórþorskur og karfi.

Fiskur er kominn aftur á Nýfundnalandsmið en svo virðist sem því sé haldið leyndu af pólitískum ástæðum til þess að viðhalda ofveiðikenningunni og til að hindra erlend skip í að sækja á miðin. Hér er pistill á ensku þar sem sjá má myndir af stórþorski veiddum á Miklabanka í febrúar 2004. Myndirnar tók íslenskur skipstjóri um borð í kanadískum togara, en hann var þar við eftirlit á tækjum.

- Til baka -