Fiskveiðráðgjöf í Færeyjum 2004

Ég var í Færeyjum 13.-20. júní sl. á vegum sjómanna og útgerðarmanna að vinna að því að meta fiskveiðiráðgjöf ársins eins og hún birtist frá færeyskum fiskifræðingum og ICES, Alþjóða hafrannsóknaráðinu. Ég setti fram eigin tillögur en samtök sjómanna og útgerðarmanna sendu sjávarútvegsráðherra bréf með tillögum sem byggðust á mínu áliti.

Þorskur

Samkvæmt tölum ICES, sem er það eina sem til er til að styðjast við, fer þorskstofninn minnkandi og því er lagt til að draga úr veiðum til að "spara" þorskinn. Tillögur ICES fólust í að byggja þorskstofninn upp eins hratt og unnt væri og stöðva þorskveiðar. Til vara, byggja upp aðeins hægar og skera aflann um 2/3. Kannast einhver við þetta?

Ég lagðist eindregið gegn niðurskurði, vegna þess að þorskstofninn er að minnka veigna fæðuskorts. Þorskur var horaður í fyrra og hann er ekki búinn að ná sér enn og því er að mínu mati rangt að draga úr veiðum. Ég geri ráð fyrir því að þorskafli minnki áfram í 2-3 ár og við því er ekkert að gera.

Stofnar þorsks, ufsa, og ýsu hafa verið í miklum vexti undanfarin ár, veiðarnar hafa ekki megnað að halda aftur af stækkun stofnanna og draga má þá ályktun að sóknin hafi verið og lítil. Þorskstofninn hefur vaxið sér yfir höfuð og er nú að minnka og aðlaga sig að minna fæðuframboði.

Ýsa

Jafnframt álitu þeir að ýsustofninn væri stór og í góðu standi, en samt skyldi draga úr veiðum um 17% vegna þess að veiðiálag til langs tíma væri of mikið skv. varúðarreglunni. Þetta er athyglisvert vegna þess að ýsustofninn hefur verið í stöðugum vexti frá 2001.

Ufsi

ICES telur að ufsastofninn sé í góðu lagi, en samt leggja þeir til 30% samdrátt í ufsaveiðum, vegna þessarar varúðarreglu.

Færeyingar eiga ákaflega erfitt með að skilja þessa ráðgjöf, sérstaklega vegna þess að veiðarnar eru blandaðar og ekki hægt að stjórna afla einnar tegundar án þess að henda öðrum. Það sé eins og fiskifræðingar haldi að verið sé að veiða í kvótakerfi en ekki sóknarkerfi segja þeir.

Hér eru skýrslurnar: