Eftirfarandi viðtal birtist í dagblaðinu Degi þann 31. október 1998. Þarna var á ferðinni spá sem átti eftir að rætast. Stuttu seinna var farið að minnka kvótana vegna samdráttar í stofni og þá var sett í gang heljarmikið leikrit. Sagt var að stofnarnir hefðu verið vanmetnir 1997 og 1998, þeir hefðu ekki verið eins stórir eins og haldið var þá - bókhaldinu var breytt eftir á. Var af þessu mikil registefna sem endaði með "Fyrirspurnarþingi" að frumkvæði sjávarútvegsráðherra. Það var í reynd einnig leikrit því þar hvítþvoði Hafró sig eina ferðina enn og vísaði á bug allri málefnalegri gagnrýni.
--------------------------
Þorskstofninn fer nú vaxandi en mun fara minnkandi aflur upp
úr aldamótunum því við höfum ekki
fiskiskipaflota til að veiða úr honum það sem
þarf til að koma í veg fyrir hrun, segir Jón
Kristjánsson fiskifræðingur.
"Samkvæmt reynslunni mun þorskstofninn á Íslandsmiðum
fara að minnka og vera í lægð árið 2000
eða 2004 " sagði Jón Kristjánsson
fiskifræðingur í samtali við Dag eftir fund um þetta
mál í gær. Og hann hélt áfram:
"Mínar niðurstöður af gögnum frá
Færeyjamiðum sýna að þegar þorskstofninn hefur
náð ákveðinni stærð dregur bæði
úr vexti hans og nýliðun og hann tekur að minnka.
Þetta gerist vegna þess að þegar hann er í
hámarki er ekki nóg æti fyrir þetta mikla magn
í hafinu. Því benda allar líkur til þess
að stofninn hér við land taki að minnka upp úr
aldamótunum. Og ef við aukum ekki veiðar úr stofninum
aukast líkurnar á þessu. Ég tel raunar alveg
óvíst að við getum stjórnað þessu með
veiðum því ég efast um að við höfum afl,
fiskiskipaflota, til að veiða það sem þarf til að
koma í veg fyrir að þorskstofninn taki enn eina dýfuna
niður á við. Staðreyndir sýna okkur að þeim
mun meira sem miðin eru friðuð þeim mun dýpri
verða dýfurnar hjá þorskstofninum," sagði
Jón Krístjánsson. Jón Kristjánsson og
Kristinn H. Pétursson, fiskverkandi og fyrrverandi
alþingismaður frá Bakkafirði, voru frummælendur
á fundi sem útflutningsráð Samtaka verslunarinnar og
Félag íslenskra stórkaupmanna efndu til í
gær. Jón Kristjánsson skýrði þá
frá niðurstöðum á rannsóknum sínum
á gögnum frá Færeyjamiðum sem hann hefur
verið að vinna að. Jón sagði að mönnum beri
ekki saman um ástæður hinna miklu sveiflna í
fiskistofnum. Hann sagðist hafa sett fram nýja kenningu eftir að
hafa lesið hina athyglisverðu skýrslu um þorskstofninn
við Færeyjar.
Kenning Jóns Kristjánssonar er sú, í fáum orðum, að þegar þorskstofninn er mjög stór og veiðar eru takmarkaðar er ekki nóg æti fyrir fiskinn í sjónum. Þá tekur stofninn að minnka. Sömuleiðis dregur stórlega úr vaxtarhraða fisksins vegna þess að ætið er ekki nóg. Hann segir ástandið í hafinu endurspeglast í vaxtarhraða fisksins. Nýliðun helst í hendur við þetta. Þegar stofninn hefur minnkað og fæðumagnið hjá honum eykst verður nýliðun mun meiri, vaxtarhraðinn eykst uns aftur er toppi náð og stofnminnkun hefst á ný. Niðurstaða hans er sú að þegar stofninn er stór verða skilyrði í hafinu slæm vegna fæðuskorts og það er ekkert pláss fyrir ungviðið. Þegar stofninn er lítill verða skilyrðin góð, nýliðun heppnast vel og vöxturinn eykst. Sömuleiðis hrygnir þorskurinn miklu fyrr og er smár við slæm skilyrði og getur þá drepist. Við góð skilyrði og mikinn vöxt bíður fiskurinn með hrygningu þar tíl hann er orðinn stærri og lifir þá af.
Þegar vöxtur þorsks er góður og allt stefnir í stóran stofn eigum við að hjálpa honum við að takmarka stofnstærðina með veiðum þannig að stofninn verði ekki svo stór að um algert hrun verði að ræða. Ef til vill eru sveiflurnar núna (við Færeyjar) svona djúpar vegna veiðitakmarkana. Nú er þorskstofninn á Íslandsmiðum á uppleið eftir mikla lægð. Menn segjast hafa verið að byggja hann upp og ætla að gera það áfram. Samkvæmt fyrri reynslu eru allar líkur á að stofninn fari snöggt niður á við upp úr aldamótunum, þá við höfum ekki afl til að veiða það sem þarf úr honum tíl að koma í veg fyrir hrun," sagði Jón Kristjánsson. - S.DÓR