Samantekt skrifa 2007


September 2007. Mótvægisaðgerðir gegn þorskskerðingu? Ríkisstjórnin lagði til svokallaðar "mótvægisaðgerðir" sem ætlað var að hjálpa lands (byggða) mönnum yfir þennan tímabundna hjalla sem kallaður var svo. Mikil umræða hefur orðið um aðgerðirnar en ekkert hefur verið fjallað um kjarna málsins: Var faglaga rétt að skera niður þorskveiðar? Hér er úttekt á hrapallega misheppnuðum tilraunum Hafró við að byggja upp þorskstofninn ...meira...

Ágúst 2007. Mikil þorskgegnd við Grænland. Togarinn Kiel kom á dögunum til Hafnarfjarðar með fullfermi af þorski. Hluti aflans, 700 tonn af stórþorski, veiddist á aðeins 10 dögum. Sjómenn töldu að mikið gefði verið um Grænlandsþorsk hér heima á sl. vertíð . Þetta á ekki að koma á óvart, því Færeyingar veiddu mjög vel við Grænland í fyrra og mikið hefur verið um þorsk við landið undanfarin ár. Einhvern veginn virðist þetta hafa farið fram hjá ríkisreknum vísindamönnum. Ég skrifaði skýrslu um horfur í þorskveiðum við Grænland árið 2001. Það sem þar stendur hefur gengið eftir. Tilviljun??

Júlí 2007, Stjórnmálamenn í gíslingu Hafró, grein í Mbl. 17. júlí.

Þegar ráðgjöfin birtist frá Hafró, um að fara með þorskaflann niður í 130 þús tonn, sagðist sjávarútvegsráðherra ætla að fara mjög gaumgæfilega yfir allar forsendur, hafa þverpólitiskt samráð, hafa samráð við hagsmunaaðila, svo og vísindamenn. Ekki hefur ráðherrann enn haft þverpólitiskt samráð og mér er ekki kunnugt um að hann hafi haft samband við nokkurn þann í vísindageiranum, sem .... Meira...

Júlí 2007. Á að friða loðnu svo þorskurinn hafi meira að éta? - Svarið er nei.

Sífellt er talað um að friða þurfi loðnu til þess að þorskurinn fái meira að éta, en hann er nú með horaðasta móti, þyngd eftir aldri í sögulegu lágmarki að sögn Hafró. Þetta tal, um að friða loðnu í þágu þorsksins, byggist á vanþekkingu og skorti á rökrænni hugsun ... meira..

Júlí 2007, Skortur á fagmennsku í Hafró: Ekki hefur farið fram hjá mörgum að Hafró lagði til að ekki yrðu veidd meira en 130 þús. tonn af þorski á næsta veiðiári. Með því viðurkenna þeir að ráðgjöf fyrri ára hafi brugðist, en vilja samt ekki sjá það sjálfir því þeir kenna því um að farið hafi verið fram úr ráðgjöf þeirra svo lengi, þeir safna saman þessum örfáu prósentum þar sem aflinn fer yfir ráðgjöfina og komast upp með þetta. Stjórnmálamenn virðast ekki gera sér grein fyrir að kynslóðaskipti í þorski eru ekki nema 5-7 ár og segja nú: Já já, við skulum fara eftir ykkur og vera góðir strákar. - Ég skrifaði grein í Brimfaxa um þessi mál og fer hún hér á eftir:

Júní 2007. Aflaráðgjöf Hafró ber vott um fádæma skort á fagmennsku og skort á sjálfsgagnrýni.

Eftir magurt kvótaár, gekk óvenju mikið magn þorsks til hrygningar. Menn sögðust ekki hafa orðið varir við jafn mikinn fisk svo árum skipti. Það varð þó ekki landburður af fiski, til þess var kvótinn allt of lítill, vertíðarflotinn reyndar að, engu orðinn. Fremur má segja að það hafi verið landgangur af þorski. Bátar voru að fylla sig í fjöruborðinu alls staðar. Því var búist við aukningu á aflaheimildum enda aflabrögð verið góð og línuveiði afburðagóð. ...meira...

Apríl 2007: Fundur um þorskinn í Norðursjó. Í mars var haldinn fundur í Edinborg um það hvort hægt væri að endurreisa þorskstofna í Norðursjó og í kring um Bretland. Þar hafa verið í gangi aðgerðir til að reyna að stækka þorskstofninn en árangur er harla lítill. Að mínum dómi er ástæðan sú að svo mjög hefur verið dregið úr veiðum, til að reyna að bjarga þorskinum, að þar ríkir nú hungursneyð. Ýsuárgangurinn frá 1999 heldur enn uppi ýsuaflanum og hefur verið í grimmri samkeppni við þorskinn undanfarin ár. Rannsóknin á lýsu sýndu að 60% þeirra var með tóman maga og "vísindamenn tóku eftir" að ýsan væri óvenju mögur, lifrin svört og lítil og að mikið væri um sníkjudýr í innyflum. Þetta hringdi samt engum bjöllum.

Niðurstaða ráðstefnunnar, semvirtist hafa verið ákveðin fyrir fram, var að draga bæri enn úr veiðum, spurningin væri hvernig standa ætti að framkvæmdinni svo hún virkaði.

Ég reyndi í vinnuhópum að setja fram mínar skoðanir en án árangurs. Öll vísindablokkin virðist vera heilaþvegin. Þar kemst ekkert að nema ofveiði.

Lögð var fram athyglisverð greinargerð frá sjómanni sem var sömu skoðunar og ég, það þyrfti að veiða til að halda vextinum uppi. Hér má finna greinina sem er á ensku. - Greinin birtist í FISHING NEWS 27. apríl 2007.


Aftur á forsíðu