Þróun laxveiða frá 1970. Heildarafli á laxi í ám og í sjó við norðanvert Atlantshaf hafur minnkað mjög frá 1970. Minnkunin er aðallega vegna samdráttar í atvinnuveiða, í hafi og í og við árósa. Þessi niðurskurður er til kominn vegna uppkaupa réttinda og áróðurs stangveiðimanna í þeim tilgangi að draga úr meintri "ofveiði"
SAMKEPPNI
Ákvörðun Samkeppnisstofnunar. (Word 73 kb) Ég kvartaði við stofnunina vorið 2000 yfir því er ég taldi óréttmæta samkeppni af hálfu Veiðimálastofnunarinnar. Samkeppnisstofnun taldi kröfu mína réttmæta og setti ofan í við Veiðimálastofnun með ákvörðun í október.
RÆKJA
Vorið 1995 fór ég yfir gögn um rannsóknir á rækju og rækjuveiðar í Arnarfirði í þeim tilgangi að skoða gang veiða, aflabragða og áhrif veiðanna á stofninn. Hér má finna skýrslu um niðurstöður (PDF 142 kb), en ég hafði ýmislegt að athuga við þær aðferðir sem beitt var við ákvörðun aflakvóta í firðinum.
Sífellt er talað um að friða þurfi loðnu til þess að þorskurinn fái meira að éta, en hann er nú með horaðasta móti, þyngd eftir aldri í sögulegu lágmarki að sögn Hafró. Þetta tal, um að friða loðnu í þágu þorsksins, byggist á vanþekkingu og skorti á rökrænni hugsun.
Álit á fiskveiðiráðgjöf við Færeyjar 2003. (pdf 109 kb). Skýrsla ( á norsku) unnin fyrir félög útgerðarmanna og sjómanna í Færeyjum. Lagt er til að fjölga sóknardögum um 10-15% og smækka möskva við ufsaveiðar.
Álit á fiskveiðiráðgjöf við Færeyjar 2002. (pdf 132 kb). Skýrsla unnin fyrir félög útgerðarmanna og sjómanna í Færeyjum. Við athugun kom í ljós að ráðgjafar stjórnvalda höfðu notað rangar reikniaðferðir.
Álitsgerð um fiskveiðistjórn við Færeyjar 2001 (pdf 145 kb). Skýrsla (á norsku) til landdstjórnar Færeyja, ráðleggingar til Fiskimálastjóra um fjölda fiskidaga 2001-2002. Hér má m.a. sjá athyglisvert samband hrygningarstofns og nýliðunar hjá ýsu þorski og ufsa.
Náttúruleg afföll hjá þorski Nokkuð ítarleg vísindagrein þar sem ég ber brigður á að þau séu jafn lítil og Hafróheldur fram og legg fram rök og gagnaskoðun því til stuðnings.
Brottkast, html. Útreikningar sem sýna hvernig brottkast leiðir til vanmats á stofnstærð.
Milljón tonn af þorski hafa horfið. Kjallari úr DV frá 94 en þá var búið að loka Nýfundnalandsmiðum vegna - ofveiði. Hér er spurt hvenig hægt hefði verið að veiða allan þennan þorsk án þess að nokkur tæki eftir því. Í framhaldi af greininni tókum við Gunnar Stefánsson á Hafró sennu um málið á Gufunni.
Mörg er búmannsraunin. Umræðan um ofveiði við Nýfundnaland er hafin á ný í tengslum við bágt ástand fiskstofna í Norðursjó. Hafrómenningar sögðu nýlega í Moggagrein (28. des 2002) að kanadiskir fiskifræðingar væru sammála um að ofveiði hefði grandað þorskinum. Þar höfum við það.
Eggið eða hænan. (PDF 72 kb). Grein úr Morgunblaðinu 1994 . Miklar vangaveltur hafa jafnan verð um stærð hrygningarstofns þorsks. Stefna Hafró hefur alltaf verið að hafa hann sem stærstan og veiðistjórn hefur verið miðuð við það, sbr. algjört veiðibann á hrygningarstöðvum yfir hrygningartímann ( há vertíðina). Einn þeirra sem spáðu í málið var Páll Bergþórsson sem skrifaði um það grein í Mbl. Ég fann annan flöt á röksemdafærslu Páls og svaraði honum í blaðinu.
Bevertons swan-song, html. Beverton var annar af upphafsmönnum þeirra útreikninga sem notaðir eru við stofnútreikninga (líkanagerð). Skömmu áður en hann lést flutti hann fyrirlestur í Aþenu sem vakti mikla athygli. Segja má að hann hafi snúið við ýmsu sem hann og aðrir hafa hingað til talið algild sannindi, m.a. hin föstu og óbreytanlegu náttúrulegu afföll. Hin þekkti dálkahöfundur World Fishing, Ben Yami, hlustaði á Beverton og hreifst af erindinu. Hann gaf mér leyfi til að birta skrif sín hér á vefnum. Greinin er á ensku.
Er vitlaust gefið? Um svarta skýrslu Hafró 1991. Þá var lagt til að draga úr afla til að byggja upp stofninn.
Uppbygging fiskstofna með friðun hefur ekki reynst vel. Skrifað í mars 2001 og birtist í Stafnbúa, tímariti nemenda við sjávarútvegsdeild Háskólans á Akureyri í nóvember 2001. Skömmu eftir að greinin var skrifuð, - var þorskaflinn skorinn niður.
Forsendur fiskveiðistjórnar. Erindi frá ráðstefnu Stafnbúa í janúar 1992. Þar er talað um friðunartillögur frá 1975, tilurð kvótastýringar, árangurinn og afleiðingar til ársins 1992.
Leiðir friðun smáfisks til aflabrests? Skrifað fyrir Fiskifréttir í janúar 2001. Umhugsunarvert í ljósi þróunar í þorskafla sem síðar varð (sett inn hér 2012)